.NET hugbúnaðarsérfræðingar

Applicon 21. Mar 2013 Fullt starf

Við leitum að drífandi starfsmönnum í hóp .NET forritara til að takast á við þróun og innleiðingar á sérlausnum Applicon.

Undir sérlausnir Applicon heyra lausnir á sviði launa –og mannauðsstýringar, sem og lausnir fyrir fjármálageirann.

Við þróum mikið af okkar hugbúnaði í .NET og notum þar tækni eins og WinForms, Entity Framework, LINQ, ASP.NET MVC, SQL Server, SAP og fleira.

Við leitum að sérfræðingum sem:
• Hafa a.mk. 3 ára reynslu af forritun í .NET.
• Hafa brennandi áhuga á tækninýjungum og vel að sér í stefnum og straumum í tæknigeiranum
• Hafa getu til að vinna sjálfstætt sem og í hóp

Applicon býður upp á
• Skemmtilegan vinnustað og góða vinnuaðstöðu
• Sveigjanlegan vinnutíma
• Fjölbreytt verkefni innanlands sem utan.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Ásþórsson (kas@applicon.is, 842 2740). Umsóknir skal senda á Örnu S. Guðmundsdóttur (asg@applicon.is).

Umsóknafrestur er til 15. apríl.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.