.NET forritari með áherslu á vefviðmót

ICEconsult ehf 11. Apr 2012 Fullt starf

ICEconsult leitar að .Net forritara í hugbúnaðarteymi sitt við þróun á MainManager, umfangsmiklu kerfi til aðstöðustjórnunar, með stöðugt vaxandi hóp kröfuharðra viðskiptavina í Evrópu.

Leitað er eftir manneskju með:

• Háskólapróf í tölvunarfræði eða annarri grein sem nýtist í starfi
• Að minnsta kosti 3ggja ára reynslu af forritun í .NET
• Reynslu af vefhugbúnaðargerð í ASP.NET
• MCTS 70-515 prófið kostur
• Kunnáttu í jquery, javascript, CSS og X/HTML/5

MainManager er 100% veflægt kerfi sem nýtir sér allar helstu nýjungar í þróun vefviðmóts. Spennandi tímar eru framundan í þessari þróun þar sem farsímar og spjaldtölvur leika sífellt stærra hlutverk. Við hvetjum starfsfólk okkar því til að fylgjast með nýjungum á þessu sviði, og tryggja þannig að kerfið sé ávallt í fremstu röð. Unnið er samkvæmt SCRUM aðferðarfræði og reynsla af henni er kostur.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlega sendu umsókn og starfsferilsskrá til Björns Skúlasonar framkvæmdastjóra á póstfangið bjorn@mainmanager.is.