Navision hugbúnaðarsérfræðingur
Veritas leitar að metnaðarfullum Navision sérfræðingi til að slást í upplýsingatæknihóp samstæðunnar.
Starfssvið
• Greining á þörfum, tæknilegum kröfum og hönnun hugbúnaðarlausna innan Navision
sem styðja við vinnuferla Veritas samstæðunnar
• Þátttaka í þróun upplýsingatækni Veritas samstæðunnar
• Forritun lausna
• Gerð prófunartilvika
Hæfni, þekking og reynsla
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Góð þekking og reynsla á Microsoft Dynamics Navision
• Þekking og reynsla af bókhaldi fyrirtækja, sem og geta til að setja sig inn í
viðskiptaumhverfi og -ferla
• Þekking á Microsoft umhverfi er kostur
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
• Lausnamiðuð hugsun, þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
Veritas sérhæfir sig í rekstri fyrirtækja á sviði heilbrigðisþjónustu. Veritas er móðurfélag fyrirtækjanna Artasan ehf., Distica hf., MEDOR ehf., Stoð ehf. og Vistor hf. Fyrirtækið er kjölfesta samstæðunnar og veitir þjónustu til dótturfyrirtækjanna svo þau geti einbeitt sér að kjarnastarfsemi sinni. Stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Veritas er vottað skv. ISO 27001 af BSI (British Standards Institution) í London. Nánar á www.veritas.is
Sækja um starf
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 13. JÚNÍ
Tekið er við umsóknum í gegnum ráðningarvef Veritas, www.veritas.is. Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið. Nánari upplýsingar veitir Hákonía J. Guðmundsdóttir, deildarstjóri upplýsingatæknideildar, hakonia@veritas.is.