Myndvinnslusérfræðingur: C++, OpenCV
Kúla er fyrirtæki sem þróar þrívíddarbúnað fyrir ljósmyndavélar. Tækið er sett framan á linsur SLR ljósmyndavéla þ.a. tvö sjónarhorn af viðfangsefninu varpast inn í tækið og linsu vélarinnar og er útkoman tvær myndir, hlið við hlið.
Verkefnið felur í sér vinnslu á þessum myndum þ.a. þær verði á stöðluðu þrívíddarformi. Þetta felur ekki í sér ,,3d modelling” heldur er unnið með ,,stereoscopic” myndir. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og spennandi verkefni sem má leysa á margan hátt.
Hugbúnaðurinn er forritaður í C++ (á Qt) og notast er við OpenCV.
Óskað er eftir manneskju með sjálfstæð vinnubrögð og töluverða reynslu í myndvinnslu og forritun.
Fyrirtækið er rekið á styrk frá Tækniþróunarsjóði og er stefnt að því að koma fyrstu vöru á markað í sumar, 2012.
Laun: 500-800 þúsund kr. á mánuði. Frekari launakjör verða í boði.
Heimasíða: http://www.kulainventions.com
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á job@kulainventions.com