Myndvinnsla :: Eignamyndir.is :: Fasteignaljósmyndun

Eignamyndir 7. May 2020 Fullt starf

Við leitum að starfsmanni í myndvinnslu fyrir fasteignaljósmyndir.

Starfið krefst ekki sérmenntunar en það krefst þekkingar á myndvinnslu, vandvirkni, hraða og samviskusemi.

Það játast að þetta er frekar einsleit/endurtekin vinna en hún skiptir okkur miklu máli þar sem við reynum ávalt að skila af okkur eins góðum fasteignaljósmyndum og mögulegt er.

Við notum aðallega Lightroom, Photoshop og Luminar í myndvinnsluna.

Þetta starf hentar þeim vel sem vilja vinna að heiman. Fjarvinna krefst þó góðrar nettengingar því allar myndir eru í hárri upplausn og í HDR formi.

Með fyrirfram þökk,
– Stefán


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsókn, ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur á stefan@eignamyndir.is