Mobile forritari
TM Software leitar að reyndum forritara fyrir snjalltæki til að leiða þróun á Driverguide, nýrri vöru Ferðalausna TM Software. Þetta er frábært tækifæri fyrir forritara sem vill skapa nýja vöru frá grunni og vinna með öflugum hópi sérfræðinga að spennandi ferðalausn, fyrir innlendan og erlendan markað.
Við leitum að forritara sem…
- hefur reynslu af útgáfu Android smáforrita
- hefur þekkingu á eða reynslu af React Native
- er tilbúinn að gegna leiðtogahlutverki í þróunarteymi
- hefur metnað til að þróa lausnir á heimsmælikvarða
- er lausnamiðaður og sýnir frumkvæði þegar kemur að tækninýjungum
- vill áskoranir og er sjálfstæður í vinnubrögðum
Tæknin…
- Unnið er með tækni á borð við Android SDK, React Native, HockeyApp, Google Firebase o.fl. en teymið velur hentugustu tækni hverju sinni.
Við bjóðum…
- frábæra starfsaðstöðu og búnað sem hentar þér
- virka endurmenntun í starfi
- margvísleg tækifæri til starfsþróunar
- góðan starfsanda og liðsheild
- fjarskiptahlunnindi s.s. farsíma, síma- og netáskrift
- líkamsræktar- og samgöngustyrk
- bæði stelpur og stráka velkomin
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Vinsamlega sækið um starfið á vefsíðu TM Software. Fullum trúnaði heitið.
Allar nánari upplýsingar varðandi starfið veitir Soffía Þórðardóttir, forstöðumaður Ferðalausna TM Software, í gegnum netfangið soffia (hjá) tmsoftware.is.