Microsoft sérfræðingur
Vegna aukinna verkefna leitar Marorka að metnaðarfullum starfskröftum til starfa í tæknideild fyrirtækisins.
Starfslýsing:
– Uppsetningar á tölvubúnaði orkustjórnunarkerfa Marorku
– Stuðningur við samstarfsaðila og þjónusta við viðskiptavini
– Samskipti við birgja og innkaup á tölvubúnaði
– Þróun á framleiðslulínu Marorku
Hæfniskröfur:
– Framúrskarandi þekking á Microsoft hugbúnaði
– Góð þekking á netkerfum
– Þekking á uppsetningu vélbúnaðar
– Þekking og reynsla af rekstri netþjóna og gagnagrunna
Mikilvægt er að viðkomandi hafi til brunns að bera skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum, sýni frumkvæði í starfi og sé jákvæður og drífandi.
Marorka er leiðandi í þróun hugbúnaðar og lausna fyrir orkustjórnun skipa. Marorka starfar í alþjóðlegu umhverfi og eru lausnir Marorku í notkun um allan heim. Hjá Marorku starfa nú um 50 manns.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á marorka@marorka.com fyrir 21. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Heiða Lára Heiðarsdóttir starfsmannastjóri, heida@marorka.com.