Metnaðarfullur vefforritari – MEAN stack

Vefstúdíóið Form5 11. Dec 2013 Fullt starf

Vefstúdíóið Form5 óskar eftir að ráða vefforritara í fullt starf. Við leitum að einhverjum sem deilir ástríðu okkar fyrir því að smíða gagnvirkar vörur og hefur mikinn metnað fyrir góðri notendareynslu. Í staðinn bjóðum við upp á metnaðarfullt og spennandi vinnuumhverfi, sveigjanleika og fyrsta flokks vinnubúnað.

Ert þú efni í góðan fjórða mann í hönnunar- og vörumiðað teymi þar sem mikill metnaður ríkir fyrir viðmóti, fumlausum bakenda og öllu því sem skapar góða notendareynslu? Skrifstofur okkar eru staðsettar í hjarta miðborgarinnar (http://goo.gl/maps/u251F) þar sem stutt er í fjölda veitingastaða, verslanir, almenningssamgöngur og aðra þjónustu.

Við erum mjög framendamiðaðir en í hönnun og forritun gerum við allt responsive, í retina-upplausn. Við styðjumst að langmestu leyti við MEAN tæknistakkinn (http://goo.gl/4oCwMn) en meðal þeirrar tækni sem við leitum mikið í þessa dagana má nefna:
– Grunt og Bower
– AngularJS
– CSS3 animations & transitions
– Node.js
– MongoDB
– Heroku
– HTML5 nýjungar (localstorage, notifications, semantics)

Form5 er lítið og metnaðarfullt vefstúdíó með frábæra samstarfsaðila – erlenda og innlenda – en við vinnum einnig að þróun á eigin vörum.

Við elskum að vera litlir, vaxa hægt og viðhalda miklum gæðum því það gefur okkur færi á að einbeita okkur að einu verkefni í einu og gefa verkefnum og kúnnanum hámarks athygli og metnað. Það býður líka upp á mikinn sveigjanleika og sem fjórði starfsmaður hefur þú kost á að hafa bein áhrif á vöruþróun fyrirtækisins og móta uppbyggingu þess.

Endilega sendu okkur línu á hello@form5.is og segðu okkur frá þér og þínum verkefnum eða hafðu samband við Ólaf Nielsen í 865-4520. Fullum trúnaði heitið.

Form5 á vefnum:
http://www.form5.is/
https://twitter.com/Form5
https://www.facebook.com/HelloForm5

Meðal nýlegra verka eru:
http://nikitaclothing.com/
http://gengi.is/

Okkur þykir einnig gaman að “open source-a” og aðstoða aðra:
https://github.com/Form5/gengi-is
https://github.com/Form5/grunt-seed
http://form5.github.io/Spinnach/
https://github.com/Form5/Sissa
https://github.com/Form5/grunt-haml-sass-boilerplate


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Endilega sendu okkur línu á hello@form5.is og segðu okkur frá þér og þínum verkefnum eða hafðu samband við Ólaf Nielsen í 865-4520. Fullum trúnaði heitið.