Markaðs- og sölufulltrúi

Farfuglar 16. Nov 2012 Fullt starf

Vegna aukinna umsvifa óska Farfuglar ses eftir að ráða kraftmikinn og árangursdrifinn einstakling í nýtt starf markaðs- og sölufulltrúa Farfuglaheimilanna í Reykjavík.

Ábyrgð: Starfsmaður vinnur að því að auka nýtingu Farfuglaheimilanna með því að efla samstarfið við núverandi viðskiptavini og öflun nýrra viðskiptasambanda. Hann leggur fram og vinnur eftir stefnumótun og áætlanagerð og tekur þátt í þróun núverandi og nýrra þjónustuþátta á öllum þremur Farfuglaheimilunum í Reykjavík.

Hæfniskröfur; háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg. Einnig þekking og sem mest starfsreynsla á helstu markaðssviðum innan ferðaþjónustu, þ.m.t. vefumsjón, grafísk miðlun, samskiptamiðlar, stjórnun viðburða, útsendingu fréttabréfa, áætlanagerð og tölfræði. Mjög góð tækniþekking. Mjög góð íslensku og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Reynsla eða a.m.k. mikinn áhugi á að starfa samkvæmt gæða- og umhverfisstefnu. Metnaður til að ná árangri í starfi. Jákvæðni, þjónustulund og mikil hæfni í mannlegum samskiptum.

Um Farfuglaheimilin í Reykjavík. Farfuglar reka í dag 2 Farfuglaheimili í Reykjavík; Reykjavík Downtown Hostel á Vesturgötu, Reykjavík City Hostel á Sundlaugavegi og í mars 2013 opnar þriðja heimilið; Loft Hostel í Bankastræti. Starfsandinn er góður, kaffið líka, mikið um uppákomur og félagslíf. Rekstur Farfuglaheimilanna er gæða- og umhverfisvottaður og mikil áhersla lögð á stöðugar umbætur fyrir gestina.

Reiknað er með að störf hefjast í janúar 2013.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsóknir með ferilskrá á sirra@hostel.is. fyrir 26. nóvember 2012. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.