Made in Iceland 4

ÚTÓN auglýsir eftir hljómsveitum og tónlistarfólki til þátttöku í verkefninu Made in Iceland 4.

Síðustu þrjú ár hefur verkefnið Made in Iceland verið unnið með kynningarfyrirtækjum í Bandaríkjunum, með það markmið að kynna nýjar frumsamdar tónlistarútgáfur frá Íslandi og vekja athygli erlendra fjölmiðla og hlustenda á þeirri grósku sem hér á sér stað.

Verkefnið felur í sér gerð safndisks sem dreift er til yfir 600 útvarpsstöðva, bloggara og tónlistarblaðamanna ytra (með áherslu á ‘College radio’ og óháðar útvarpsstöðvar í USA), auk þess sem hann er gefinn út á iTunes tónlistarveitunni og sérstaklega kynntur þar í samstarfi við verslunina.
Í fyrra tengdist verkefnið jafnframt sérstakri kynningu til þeirra sem velja tónlist í auglýsingar og kvikmyndir í Los Angeles. Lögð er áhersla á að kynna lög af nýjum útgáfum á Íslandi sem ætlaðar eru fyrir alþjóðlega útgáfu og komið hafa út seinni hluta ársins 2010 eða eru væntanlegar á markað fyrri hluta árs 2011.

Stefnt er að því diskurinn innihaldi lög með 15–20 listamönnum sem endurspegla fjölbreytileika og gæði íslenskrar tónlistar um þessar mundir. Þátttaka í verkefninu er tónlistarmönnum algjörlega að kostnaðarlausu en eðli verkefnisins vegna eru þátttakendum sett nokkur skilyrði.

Skiliyrði sem tónlistarmenn og hljómsveitir sem taka þátt í Made in Iceland 4 verða að uppfylla:[list]
[] Verða að hafa gefið út plötu eftir 1. júní 2010 eða vera með plötuútgáfu í bígerð fyrir 1. júní nk. á Íslandi og erlendis – nema sérstakar aðstæður kveði á um annað.
[
] Hafa dreifingarsamning á Bandaríkjamarkaði og/eða stærri Evrópumörkuðum.
[*] Lag sem valið er verður að vera fáanlegt á iTunes í Bandaríkjunum.
[/list]

Skilafrestur á umsóknum í verkefnið er 1. febrúar kl. 12:00 á hádegi. Fylla þarf út umsóknareyðublað sem er að finna hér fyrir neðan. Umsóknin þarf að innihalda eftirfarandi:[list]
[] Tillögu að lagi (hlekk á hvar sé hægt að hlusta á það á netinu)
[
] Upplýsingar um útgáfu
[*] Ferilsskrá (bio)
[/list]

Umsóknina skal senda á umsjónarmann verkefnisins á netfangið tomas@icelandmusic.is.
 Athugið að umsóknir sem uppfylla ekki ofangreind skilyrði verða ekki teknar til skoðunar.
Þeir sem valdir verða til verkefnisins munu þurfa að skila ítarefni og upplýsingum hið fyrsta, en stefnt er að því að svara umsóknum fyrir 14. febrúar nk. Efni á diskinn verður valið af útvarpsplöggurum og kvikmyndagerðarfólki í Bandaríkjunum, sem munu annast kynningu disksins vestra.

Nánari upplýsingar veitir Tómas Young hjá ÚTÓN, tomas@icelandmusic.is, sími 511 4000.

Umsóknareyðublað fyrir Made in Iceland 4:
[url=”http://www.uton.is/frodleikur/umsokn-madeiniceland4″]http://www.uton.is/frodleikur/umsokn-madeiniceland4[/url]


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Senda skal umsóknir á tomas@icelandmusic.is.