Listamaður

KÚLA 24. Aug 2012 Hlutastarf

Kúla Inventions Ltd. vill ráða til sín listamann sem er flinkur í grafískri hönnun.

Krafist er kunnáttu og reynslu í þrívíddarteikniforritum og grafískri hönnun (í námi eða starfi).

Eftirfarandi eiginleikar eru kostur en ekki krafa:
– Skilningur á sambandi markaðssetningar og hönnunar
– Reynsla í ýmsum teikniforritum, CAD forritum o.fl.
– Allskyns listræn störf

Eftirfarandi reynsla er óæskileg:
– Gjörningar

Starfið er afar fjölbreytilegt og felur í sér hönnun af ýmsu tagi.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Ef þú hefur áhuga, sendu okkur vinsamlegast möppuna þína, ferilskrá og umsókn á job@kulainventions.com