Linux/TSM sérfræðingur

Basis ehf 24. Mar 2014 Fullt starf

Við erum að vaxa! Vegna aukinna verkefna óskar Basis eftir Linux sérfræðingi sem hefur þekkingu á Tivoli Storage Manager (TSM) til að slást í hóp okkar. Verkefni Linux/TSM sérfræðings Basis er rekstur stoðkerfa og afritunarlausnar, uppbygging og þróun nýrra lausna, framkvæmd endurheimtarpófana ásamt úrlausn flókinna og krefjandi verkefna fyrir viðskiptavini. Við leitum að sterkum einstaklingi sem er búinn að sanna sig í faginu og langar að takast á við nýja áskorun í skemmtilegu umhverfi.

STARFSLÝSING
Daglegur rekstur TSM þjóna
Daglegur rekstur umhverfa sem keyra á Linux / Unix
Uppbygging og þróun nýrra lausna
Úrlausn verkefna og rekstur sérlausna fyrir viðskiptavini

HÆFNISKRÖFUR
3ja ára eða lengri starfsreynsla af rekstri Linux kerfa eða TSM
Kostur ef viðkomandi hefur þekkingu á Xen og PostgreSQL
RHCSA eða sambærileg þekkingarvottun æskileg
Þekking og geta til að leysa tæknilega krefjandi verkefni

UM BASIS
Við leggjum mikla áherslu á starfsmannaánægju og erum stolt af því að vera í hópi efstu fyrirtækja landsins í könnun VR á ári hverju. Við bjóðum eftirfarandi:
• Frábæra vinnu- og afþreyingaraðstöðu
• Mikla starfsþróunarmöguleika og virka endurmenntun
• Frábæran starfsanda í þéttum hópi
• Sveigjanlegan vinnutíma
• 10% af vinnutíma í starfsþróunar- og gæluverkefni

Ef þú býrð að frumkvæði, hefur hæfni í mannlegum samskiptum og úrlausn tæknilegra vandamála, þá viljum við heyra frá þér.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsóknir með tölvupósti á atvinna@basis.is fyrir 14. apríl n.k. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.