Linux Sérfræðingur

Advania 24. Jul 2012 Fullt starf

Linux Sérfræðingur

Vegna aukinna verkefna leitar Advania að þjónustuliprum sérfræðingi sem er tilbúinn að taka að sér ögrandi verkefni hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Við leitum að sérfræðingi til að sjá um daglegan rekstur á Linux miðlurum, póstgáttum, vefhýsingu, nafnamiðlurum og öðrum þjónustum sem eru reknar á Linux í hýsingarumhverfi Advania.

Hæfniskröfur
• Reynsla af rekstri Unix/Linux umhverfis
• Prófgráður eru kostur, t.d. Red Hat eða Solaris
• Brennandi áhugi á upplýsingatækni og hæfileiki til þess að kljást við flókin verkefni
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Skipulagshæfni, frumkvæði, rík þjónustulund og áhugi á að vinna í fjölbreytilegu umhverfi

Um Advania
Advania er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni með starfsemi á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Lettlandi. Advania er skemmtilegasta fyrirtæki landsins í upplýsingatækni, en þar starfa 1.100 starfsmenn, þar af um 600 á Íslandi. Viðskiptavinir skipta tugþúsundum. Fyrirtækið býður atvinnulífinu og einstaklingum heildarlausnir á sviði hugbúnaðar, vélbúnaðar og rekstrarþjónustu.

Advania er jafnréttissinnað, fjölskylduvænt og hlúir vel að starfsfólki. Kúltúrinn er frjálslegur og óþvingaður, vinnutíminn sveigjanlegur og vinnuaðstaðan frábær. Kaffið er magnað og maturinn fyrsta flokks. Félagslífið er kraftmikið og uppákomur tíðar. Gildi Advania eru ástríða, snerpa og hæfni.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar veitir Reynir Stefánsson, Forstöðumaður hýsingar og reksturs (reynir.stefansson@advania.is). Tekið er á móti umsóknum á vef Advania (www.advania.is) eða reynir.stefansson@advania.is. Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst næstkomandi. Fullum trúnaði heitið. Öllum umsóknum verður svarað.