Linux kerfisrekstur
RVX óskar eftir að ráða sjálfstæðan og öflugan einstakling til að vinna í krefjandi og skemmtilegu Linux umhverfi. Rík áhersla er lögð á traust vinnubrögð og áreiðanleika.
Starfssvið
• Rekstur og viðhald á Linux kerfum
• Stýring og umsjón gagna á stórum netskrám
• Rekstur og endurbætur á DNS / DHCP / NFS o.fl.
• Þjónusta á sviði upplýsingatækni við framleiðslu kvikmynda
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun á sviði upplýsingatækni
• Reynsla af Linux kerfisumsjón
• Scripting reynsla í Python/Bash
• Red Hat gráða er kostur
• Lipurð í samskiptum og færni til vinna undir álagi
• Góð enskukunnátta
RVX er framsækið og öflugt framleiðslufyrirtæki í kvikmyndaiðnaði sem hefur haslað sér völl
í erlendum sem innlendum verkefnum. Upplýsingatækni er mikilvægur hlekkur í starfsemi RVX.
Nánari upplýsingar á www.rvx.is
Sækja um starf
Umsókn ásamt starfsferilskrá skal senda á jobs@rvx.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Birgir Sigfússon í síma 527 3330.