Liðstjóri gagnahóps á upplýsingatæknisviði

Arion banki 22. May 2017 Fullt starf

Liðstjóri gagnahóps á upplýsingatæknisviði

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi stjórnanda til að verða liðstjóri gagnahóps á upplýsingatæknisviði sem fæst við umfangsmikil gagnaverkefni á sviði fjármála og áhættustýringar. Liðstjóri þarf að búa yfir drifkrafti, leiðtogahæfileikum og getu til að miðla framtíðarsýn.

Helstu verkefni

  • Leiðir og ber ábyrgð á hugbúnaðarþróun teymis gagnaforritara, tekur þátt í forritun og stýrir vinnu við ETL ferla
  • Ber ábyrgð á tæknilegri hönnun og veitir teyminu leiðsögn um tæknilegar útfærslur
  • Stýrir og forgangsraðar vinnu þróunarteymisins og tryggir samskipti við hagsmunaðila

Hæfniskröfur

  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Reynsla af stjórnun hugbúnaðarteyma og Scrum aðferðafræði er æskileg
  • Viðamikil þekking á hönnun og smíði gagnalausna
  • Reynsla úr fjármálaumhverfi kostur
  • Gott vald á rituðu og mæltu máli, bæði íslensku og ensku
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi

Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Helga Hamar, forstöðumaður, sími 444 6926, netfang gudrun.hamar@arionbanki.is

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2017

Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Sækja um starf