Lausnasérfræðingur
Ertu lausnamiðaður einstaklingur með ástríðu fyrir tækni? Icelandia er að leita að hæfileikaríkum lausnasérfræðingi til að ganga til liðs við kraftmikla hugbúnaðarteymið okkar. Við erum á spennandi ferðalagi að tileinka okkur nýjustu tækni og aðferðir til að sjálfvirknivæða og tryggja ánægju viðskiptavina.
Helstu ábyrgðarsvið:
- Þarfagreining og þróun skilvirkra tæknilausna.
- Vinna í þverfaglegum teymum til að innleiða og hámarka lausnir.
- Tryggja að lausnir séu í samræmi við upplýsingatækniarkitektúr og bestu starfsvenjur.
- Vera lykilnotandi fyrir ákveðin innanhússkerfi, veita leiðsögn og innri stuðning.
- Fylgjast með daglegum rekstri og notkun kerfa.
Kröfur:
- Háskólapróf eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Vera tæknilega þenkjandi.
- Microsoft Power Platform færni er kostur, en ekki skilyrði.
- Góð greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Góð skipulagshæfni og gott frumkvæði.
- Góðir samskiptahæfileikar og geta til að vinna í teymi.
- Mjög góð enskukunnátta, í ræðu og riti.
- Vilji til að dafna í hraðskreiðu og kraftmiklu umhverfi.
Við bjóðum upp á:
- Fjölbreytt og skapandi verkefni í ört vaxandi vinnuumhverfi.
- Frábæra vinnuaðstöðu og sveigjanleika.
- Líkamsræktarstyrk og sálfræðistyrk.
- Möguleika á þróun í starfi.
Viltu takast á við spennandi áskoranir í fjölbreyttu tækniumhverfi? Sæktu um núna og vertu hluti af hubúnaðarteymi Icelandia!
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Athugið að einungis er tekið við umsóknum í gegnum hlekkinn á 50skills.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við mannauðsdeild Icelandia: mannaudur@icelandia.is