Laus störf hjá Nova
Vefþróun í markaðs- og vefdeild.
Við leitum að frábærum liðsfélaga í markaðsdeild Nova sem er vanur HTML og CSS vinnu. Viðkomandi vinnur að vefþróun við vef Nova ásamt ýmsum öðrum verkefnum tengdum vef– og markaðsmálum. Viltu vera með í að búa til flottasta vefinn og halda svo gott partí til að fagna því?
Umsóknarfrestur til og með 19. maí 2016
Hönnuður í markaðs- og vefdeild
Við leitum að öflugum og fantagóðum grafískum hönnuði til að vinna að auglýsinga– og kynningarefni, fréttabréfum til viðskiptavina, efni í verslanir, nýjum vef fyrirtækisins o.fl. Viðkomandi vinnur náið með öðrum starfsmönnum fyrirtækisins og auglýsingastofu. Ódrepandi áhugi á markaðsmálum er nauðsynlegur, sem og metnaður fyrir því að gera góða hluti enn betri.
Umsóknarfrestur til og með 19. maí 2016
Sækja um starf
Sótt er um á https://nova.rada.is/is/