KORTA – Vörustjóri (PO)
Vegna aukinna umsvifa leitum við að kraftmiklum vörustjóra (e. Product Owner). Hlutverk vörustjóra er að taka ábyrgð á verkefnum sem eru unnin á hugbúnaðarsviði, framvindu þeirra og gæðum fyrir viðskiptavini og notendur.
Á hugbúnaðarsviði KORTA starfar metnaðarfullt starfsfólk sem smíðar greiðslukerfi sem gerir fólki um allan heim kleift að eiga viðskipti við þúsundir fyrirtækja á degi hverjum.
Hugbúnaðarteymi KORTA notast við Agile verkstýringu, ýmist Scrum eða Kanban. Lögð er áhersla á stöðugar endurbætur og vönduð vinnubrögð.
Helstu verkefni
- Vinna með með teymi og notendum að þarfagreiningu og skilgreiningu á vöru.
- Vinna markvisst með teymi að útgáfu á góðum hugbúnaði.
- Forgangsröðun verkefna í samráði við notendur.
- Vinna vöru frá hugmynd til enda afurðar.
- Vinna með samstarfsfólki að stöðugum endurbótum á verklagi.
Hæfniskröfur
- Reynsla og áhugi á vörustjórnun í hugbúnaðargerð.
- Framúrskarandi hæfni til þess að vinna í hóp.
- Bachelor gráða í tölvunarfræði eða sambærileg menntun.
- Þekking á Agile verkstýringu
- Leiðtogahæfni
KORTA er færsluhirðir sem starfað hefur á fyrirtækjamarkaði frá árinu 2002. Upplýsingatækni er hornsteinn starfseminnar. Starfsmenn KORTA eru 43 talsins og lögð er rík áhersla á gott og skemmtilegt starfsumhverfi.
Umsókn sendist á starf@korta.is fyrir 6. febrúar 2017. Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gert er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Sækja um starf
Umsókn sendist á starf@korta.is Umsókn fylgi starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem kemur fram hæfni og kunnátta í starfið.