KORTA – Forritari
Vegna aukinna umsvifa leitum við að hæfileikaríkum forriturum í Hugbúnaðarteymi KORTA.
Í hugbúnaðarteymi KORTA starfar metnaðarfullur hópur sem smíðar greiðslukerfi sem gerir fólki um allan heim kleift að eiga viðskipti við þúsundir fyrirtækja á degi hverjum.
Starfið einkennist af mikilli nýsmiði og krefjandi verkefnum. Hugbúnaðarteymi notast við agile verkstýringu, ýmist Scrum eða Kanban. Lögð er áhersla á stöðugar endurbætur og vönduð vinnubrögð. Stefna KORTA er að starfsmenn þróist áfram og staðni ekki í starfi. Hugbúnaðarteymið tekur þátt í að meta og velja framtíðartækni fyrir vöruþróun fyrirtækisins.
Hæfniskröfur
- Hæfni í hlutbundnu forritunarmáli.
- Reynsla af forritun.
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða raunvísinda er kostur.
- Hæfni til að vinna í hóp, sjálfstæði í starfi og sterkar skoðanir.
- Reynsla og þekking á greiðslukerfum er kostur.
KORTA er færsluhirðir sem starfað hefur á fyrirtækjamarkaði frá árinu 2002. Upplýsingatækni er hornsteinn starfseminnar. Starfsmenn KORTA eru 43 talsins og lögð er rík áhersla á gott og skemmtilegt starfsumhverfi.
Umsókn sendist á starf@korta.is fyrir 6. febrúar 2017. Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gert er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Sækja um starf
Umsókn sendist á starf@korta.is Umsókn fylgi starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem kemur fram hæfni og kunnátta í starfið.