Kerfisstjórinn

Skapalón 8. Nov 2016 Fullt starf

Hefur þú áhuga á að vera með okkur í að bæta vefinn? Ef svo er viljum við bjóða þér þátttöku í faglegu og spennandi starfsumhverfi. Góð laun, magnað kaffi, eftirsóknarverð markmið og tækifæri til að efla þig í leik og starfi. Svo gæti það glatt þig að það er alltaf til kaldur í ísskápnum.

Við leitum að aðila sem er einstaklega fær í sínu starfi sem mun sjá um rekstur á okkar vefþjónum ásamt því taka þátt í því að móta þjónustu okkar í hýsingar og kerfisþjónustu.

Það er æskilegt að vera vel með á nótunum, vandvirk/ur og metnaðarfull/ur ásamt því að vera virkur þátttakandi í framþróun félagsins. Brennandi áhugi á þróun lausna og vefja er mikill kostur.

Mikilvægt er að þú berir undir belti góða reynslu af eftirfarandi:

  • Umsjón og eftirlit á með vefþjónum, gagnagrunnum, DNS, símkerfum ofl
  • Umsjón með afritun gagna
  • Rekstur skýjalausna frá Azure og AWS
  • Notendaþjónustu og tækniaðstoð
  • Google Apps

Mikilvægt að hafa góða þekkingu á:

  • Stýrikerfi: Windows Server, Linux
  • Vefþjónar: IIS, nginx, Apache
  • Gagnagrunnar: MSSQL, MySQL
  • Eftirlitskerfi ofl: Nagios, Jenkins, Jira

Skoða auglýsingu á vefsíðu Skapalón


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Ef þú vilt sækja um eða fá frekari upplýsingar sendu þá póst á Sævar framkvæmdastjóra með “Subject” “Kerfisstjórinn” á sos@skapalon.is.

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember. Við mælum þó með að þú sendir umsókn þína eða spurningar sem fyrst.

Takk takk

SOS