Kerfisstjóri
Skræða ehf er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðar- og kerfislausnum fyrir heilbrigðisþjónustu. Við leitum að fjölhæfum kerfisstjóra og tölvusnillingi sem er ekki hræddur við að læra nýja hluti og tileinka sér nýja þekkingu. Þörf er á að framsæknum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á tölvu og hugbúnaðartækni.
Starfssvið mun ráðast að einhverju leiti af því hvaða þekkingu viðkomandi hefur tileinkað sér og getur tekið að sér.
Grunn starfssvið:
• Rekstur og umsjá tölvukerfa (Windows domain,netkerfi, sérhæfð hugbúnaðarkerfi, rekstur útstöðva, kerfisviðhald og eftirlit)
• Notendaþjónusta (IT og Tech Support)
Hæfniskröfur:
• Starfsreynsla af kerfisstjórnun/IT support
• Haldbær þekking á Windows tölvuumhverfum (Windows Server 2003/2008, Active Directory, Prentþjónustur og annað)
• Haldbær þekking á netkerfum s.s. TCP/IP, DHCP, DNS oflr.
• Fjótur að tileinka sér nýja þekkingu
• Jákvætt og vinsamlegt viðmót
• Fljótur að villugreina og leysa úr tæknilegum vandamálum, allt frá paper jam í prentara til bilanagreiningar á flóknari kerfisvandamálum.
• Góð ensku kunnátta
• Sjálfstæð vinnubrögrð
• Heiðarleiki og áreiðanleiki
Starfssvið Skræðu er fjölbreytt og notast er við margar tæknilegar lausnir á mörgum mismunandi sviðum. Eftirfarandi þekking er æsklileg, en ekki skilyrði. Þekking á eftirfarandi sviðum mun þó klárlega nýtast vel í starfinu og auka á fjölbreitni í starfi viðkomandi.
• Haldbær þekking og kunnátta á Linux mikill kostur
• Kerfisstjórnun fyrir Microsoft SQL server mikill kostur
• Forritunarkunnátta (T.d. Java, Perl, Visual Basic, Bash, C# eða annað
• Fljótur að læra og tileinka sér ný forritunarmál
• Haldbær þekking á sýndaumhverfum (Vmware, Xen, Hyper-V)
• MSCA eða MSCE
• SQL kunnátta
• Haldbær þekking á vélbúnaði og bilanagreining vélbúnaðarvandamála
• Þekking á PHP og vefumsjónarkerfum (wordpress, moveable type, joolma)
• Þekking á vefþjónum (Apache, IIS, Tomcat)
• Þekking á tölvuöryggi (eldveggir, dulkóðunartækni, veikleikar tölvukerfa og varnir)
Áhugasamir skulu hafa samband í vinna@sjukraskra.is