Kerfisstjóri

Prod 3. Apr 2024 Fullt starf

Við leitum að reyndum Kerfisstjóra til að ganga til liðs við teymið okkar. Hlutverkið felur í sér að stjórna Windows netþjónum, vinnustöðvum, Microsoft 365, Azure og veita sérfræði ráðgjöf til viðskiptavina okkar.

Um okkur:
Prod er upplýsingatækni félag staðsett á höfuðborgarsvæðinu, sem sérhæfir sig í Microsoft lausnum.

Ábyrgð:
Stjórnun Netþjóna og Vinnustöðva: Uppsetning, öryggi, þróun, eftirlit og stuðningur við Windows netþjóna og vinnustöðvar hjá viðskiptavinum.

Stjórnun Microsoft 365: Stjórna þar á meðal Exchange, SharePoint, Intune, öryggislausnum sem og útfæra verkferla. Hámarka nýtingu og viðhalda þjónustum til að mæta þörfum viðskiptavina m.a. með sjálfvirkni og eða gervigreind.

Ráðgjöf: Veita ráðgjafarþjónustu, skilja þarfir og hanna nútímalegar lausnir sem eru í samræmi við markmið viðskiptavina með öryggi að leiðarljósi.

Viðhald og Stuðningur: Framkvæma reglubundnar skoðanir á kerfum, þar á meðal afritun. Skjölun á rekstrarumhverfi og leiðbeiningar til notenda.

Öryggi: Innleiða og stjórna öryggislausnum til að tryggja heilleika kerfa.

Kröfur:
• 3 ára reynsla í kerfisstjórnun, helst með áherslu á Microsoft tækni.
• Færni í að stjórna Windows netþjónum og vinnustöðvum, þar á meðal öryggi, uppfærslum og sinna eftirliti.
• Mikil reynsla af Microsoft 365 þjónustum eins og Exchange, SharePoint, Intune og Defender lausnum.
• Sterka greiningar- og villuleitar hæfni.
• Framúrskarandi samskipta- og félagsfærni, fær um að veita ráðgjöf og vinna náið með viðskiptavinum.
• Frumkvæði í teymisvinnu með hæfni til að vinna sjálfstætt.
• Viðeigandi vottanir í Microsoft æskilegar.
• Hreint sakavottorð.

Staðsetning: 101 Reykjavík, Ísland

Við bjóðum:
• Samkeppnishæf laun.
• Tækifæri til faglegrar þróunar og vaxtar í starfi.
• Reyndur, hugmyndaríkur og skemmtilegur vinnuhópur.
• Gríðarlega spennandi verkefni.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sendu okkur ferilskrá og stutta kynningu á þér á starf@prod.is