Kerfisstjóri
TRS óskar eftir að ráða kerfisstjóra á starfsstöð fyrirtækisins í Kópavogi eða á Selfossi.
Um er að ræða áhugvert starf og gott tækifæri í boði.
Starfssvið
– Rekstur og áframhaldandi uppbygging á hýsingarumhverfi TRS
– Almenn kerfisstjórn ásamt vinnu við fyrirbyggjandi viðhald og bilanagreiningar
– Rekstur á Microsoft 365 skýjageirum
– Þátttaka í vöruþróun
Menntunar- og hæfniskröfur
– Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
– Reynsla af kerfisrekstri
– Þekking á Microsoft Windows server
– Reynsla af notkun Powershell er kostur
– Tæknilegar vottanir og/eða önnur menntun sem nýtist í starfi
TRS er þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni , fjarskiptum og rafmagni. Fjöldi starfsmanna TRS hefur vaxið ár frá ári og eru nú 42 starfsmenn að störfum hjá fyrirtækinu á tveimur starfsstöðvum á Selfossi og í Kópavogi. Síðastliðinn tíu ár hefur TRS hlotið útnefningu sem Framúrskarandi fyrirtæki hjá Credit Info, en einungis fyrirtæki sem skara fram úr í sínum rekstri hljóta þennan heiður, eða um 2% íslenskra fyrirtækja. Árið 2014 hlaut TRS vottun að upplýsingaöryggisstjórnkerfi fyrirtækisins samræmist alþjóðlega ISO/IEC 27001:2013 upplýsingaöryggis- staðalinum og hefur sú vottun verið staðfest árlega eftir það. Hjá TRS er rekin metnaðarfull endurmenntunarstefna starfsfólks með það að leiðarljósi að starfsfólki líði vel í starfi og viðskiptavinir okkar fái framúrskarandi þjónustu. Hjá TRS er öflugt starfsmannafélag og góður liðsandi.
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.