Kerfisstjóri

Samgöngustofa 10. Jun 2022 Fullt starf

Við leitum að framsýnum og öflugum kerfisstjóra með ríka þjónustulund til að starfa við rekstur tölvukerfa Samgöngustofu. Meðal helstu verkefna er daglegur rekstur á netþjónum, gagnagrunnum og ýmis önnur verkefni innan deildarinnar t.a.m. uppsetningu á netþjónum, auk vinnu við eftirlitskerfi og notendaþjónustu. Starfinu fylgja mikil samskipti við ytri og innri hagaðila. Um 100% starf er að ræða.

Menntunar- og hæfnikröfur:
• Gerð er krafa um víðtæka reynslu af kerfisstjórn.
• Reynsla af Microsoft kerfum er nauðsynleg (Serverum, M365, AD, IIS, Exchange, Sharepoint, SQL).
• Reynsla og kunnátta á Vmware er kostur.
• Reynsla og þekking á Linux umhverfi er kostur.
• Reynsla og þekking á DevOps kostur.
• Þekking á Navison kostur.
• Þekking á Oracle gagnagrunnum er kostur.
• Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund.
• Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
• Tæknilegar vottanir og/eða önnur menntun sem nýtist í starfi er kostur
• Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti.

Í boði er spennandi starf hjá eftirsóknarverðum og framsæknum vinnustað í alþjóðlegu umhverfi. Við byggjum á liðsheild og bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veitir Hávarður Þór Hjaltason, hópstjóri kerfisreksturs, síma 480-6000. Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur öll kyn til að sækja um þessa stöðu.