Kerfisstjóri
Ef þú ert lausnamiðaður, drífandi og jákvæður einstaklingur þá erum við með fjölbreytt starf á upplýsinga- og tæknisviði fyrir þig!
Um er að ræða framtíðarstarf í krefjandi og spennandi umhverfi. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni:
-
Dagleg notendaþjónusta og kerfisumsjón
-
Uppsetning á tölvum, símum og öðrum jaðartækjum
-
Vinnur að almennu viðhaldi og viðgerðum á tækjabúnaði
-
Sinnir útköllum og bilanatilkynningum
-
Umsjón með leyfismálum og aðgangi notenda í AD, Office 365 og öðrum kerfum
-
Fræðsla og þjáfun til notenda
-
Margvísleg önnur verkefni sem tengjast starfinu
-
Starfsmaður leysir af eftirlitsmann fasteigna og aðstoðar hann eftir verkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði kerfisstjórnunar
-
Reynsla af rekstri tölvukerfa, netkerfa og sýndarumhverfa o.s.frv. er skilyrði
-
Góð þekking á öllum helsta notendabúnaði
-
Þekking á kerfum ríkisins er kostur
-
Góð þekking á Office 365 umhverfinu og Acitve Directory
-
Góð þekking á símakerfum, myndavélakerfum
-
Reynsla í bilnagreiningu er skilyrði
-
Gott vald á íslensku í ræðu og riti
-
Góð samskiptahæfni, jákvæðni og þjónustulipurð
Sækja um starf
Sótt er um starfið rafrænt á www.hss.is undir Laus störf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn fylgi ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum, viðtölum við umsækjendur og/eða umsögnum. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum frá einstaklingum sem ekki teljast uppfylla framangreind skilyrði.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu HSS við ráðningar á stofnunina. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði