Kerfisstjóri
Icelandair hótel leita að framúrskarandi og kraftmiklum kerfisstjóra þar sem miklar breytingar og mörg spennandi verkefni eru framundan.
Starfssvið:
• Almennur rekstur og þróun á tölvu-og netkerfum
• Rekstur öryggis-, síma- og sjónvarpskerfa
• Hönnun, uppsetning og endurskipulagning á tölvu- og netkerfum
• Þjónusta og samskipti við notendur
Hæfniskröfur:
• Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði eða nám/reynsla sem nýtist í starfi
• Góð reynsla af rekstri tölvu- og netkerfa
• Góð þekking á Microsoft Active Directory, Exchange, DNS, DHCP æskileg
• Góð þekking á Cisco Meraki Wifi, beinum og eldveggjum æskileg
• Microsoft og Cisco gráður eru kostur
• Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
• Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
• Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Icelandair hótel er fyrirtæki sem starfar í alþjóðlegu umhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, sveigjanleika og frumkvæði í starfi. Hjá fyrirtækinu starfar samhentur hópur með sameiginleg markmið, þar sem borin er virðing fyrir gestum, samstarfsmönnum og náttúrunni.
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 4.mars.
Nánari upplýsingar veitir:Aðalsteinn Þorbergsson, adalsteinnt@icehotels.is