Kerfisstjóri

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði 20. Apr 2020 Fullt starf

Ný staða kerfisstjóra við Flensborgarskólann er laus til umsóknar. Kerfisstjóri veitir nemendum og starfsfólki skólans almenna notendaþjónustu. Umsækjandi þarf að hafa reynslu af sambærilegum verkefnum og þekkingu á m.a. Microsoft umhverfinu og Office 365.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Tengiliður við þá þjónustuaðila sem sinna hugbúnaði og kerfum skólans.

  • Þróun og umsjón upplýsingatæknimála.

  • Öryggis og gæðamál.

  • Aðstoða nemendur við m.a. uppsetningu Office o.fl.

  • Almenn notendaþjónusta og stuðningur.

Hæfnikröfur

  • Nám í tölvunarfræði, kerfisfræði eða sambærilegt sem nýtist í starfi.

  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.

  • Nákvæmni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.

  • Rík vitund um upplýsingaöryggi

  • Þekking á Innu, kennslukerfi skólans, er æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Við leitum að kröftugum og útsjónarsömum aðila til að móta nýtt starf á framsæknum vinnustað og vera öflug viðbót við lifandi og skemmtilegan vinnustað.

Flensborgarskólinn er heilsueflandi framhaldsskóli í Hafnarfirði sem starfar eftir áfangakerfi. Á vefsíðunni www.flensborg.is er að finna ýmsar upplýsingar um skólann og starfsemi hans.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 07.05.2020

Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Erla Viðarsdóttir – sigridurerla@flensborg.is
Erla Sigríður Ragnarsdóttir – erla@flensborg.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á www.starfatorg.is