Kerfisstjóri

PwC 22. Nov 2019 Fullt starf

Við erum að styrkja innra upplýsingatækniteymi PwC og leitum að sérfræðingi á sviði kerfismála. Þú munt skipuleggja og stýra verkefnum sem snúa að bæði staðbundnum kerfismálum sem og koma að alþjóðlegum verkefnum.

Helstu verkefni:

  • Rekstur og eftirlit með netþjónum, netkerfum og afritunartöku.
  • Uppsetning og viðhald kerfa
  • Öryggismál
  • Þjónusta við notendur
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun í kerfisfræði eða sambærilegu
  • Þekking á rekstri tölvukerfa, VMware og Veeam er krafa
  • Þekking á Windows Server og Office365
  • Þekking á skýjalausnum er kostur
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi
  • Góð íslensku og ensku kunnátta bæði í rituðu og töluðu máli

Öllum umsóknum verður svarað og verða þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sækið um í gegnum heimasíðuna hjá PwC.