Kerfisstjóri
Hagstofa Íslands leitar eftir kerfisstjóra til starfa. Starfið felst í teymisvinnu við rekstur og áframhaldandi uppbyggingu á tölvuumhverfi Hagstofunnar. Kerfisstjóri mun sinna rekstri útstöðva og þjónustu við starfsmenn auk þess að koma að rekstri netþjóna og fjölbreyttra kerfislausna sem eru nauðsynlegar daglegum rekstri Hagstofunnar. Starfið krefst þess að sá sem því sinnir hafi að bera vilja til að læra á nýjar lausnir og aðferðir og kynna sér í dýpt eldri lausnir. Að auki er mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna í hóp og eigi auðvelt með að starfa með öðrum.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Þekking og reynsla af rekstri vélbúnaðar fyrir útstöðvar
-
Reynsla af rekstri tölvukerfa í sýndarumhverfi er æskileg
-
Þekking og reynsla af uppsetningu og rekstri GNU/Linux og Microsoft Windows stýrikerfa er æskileg
-
Þekking á helstu öryggisógnum upplýsingakerfa og viðeigandi fyrirbyggjandi aðferðum
-
Þekking og reynsla af vöktunarkerfum og samskipanastjórnunartólum (e. configuration management tools) er æskileg
-
Háskólapróf í tölvunarfræði, kerfisfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun er kostur
-
Skipulögð og öguð vinnubrögð
-
Þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og samstarfshæfni
-
Hreint sakavottorð
Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 30.4.2018. Umsóknir skulu sendar á eftirfarandi póstfang: Hagstofa Íslands, starfsumsókn, Borgartúni 21a, 150 Reykjavík. Einnig má senda umsóknir rafrænt á netfangið starfsumsokn@hagstofa.is.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.
Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is
Sækja um starf