Kerfisstjóri
Upplýsingatæknisvið sér um rekstur og þróun tölvukerfa, ásamt því að þjónusta starfsfólk og eftirlitsskylda aðila við notkun kerfanna. Samstarf er við bæði innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir um ýmis verkefni. Við leitum að tæknilega sinnuðum einstakling með góða þekkingu og reynslu af kerfisrekstri, ríka þjónustulund og góða öryggisvitund. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi.
Helstu verkefni:
- Uppfærsla og rekstur upplýsingatæknikerfa
- Uppsetning og viðhald tölvubúnaðar
- Umsjón með eldvegg, vefsíum og öðrum öryggisbúnaði
- Þjónusta við notendur tölvukerfa
- Annað sem til getur fallið á upplýsingatæknisviði
Hæfniskröfur:
- Viðeigandi menntun í kerfisrekstri eða tölvunarfræðum
- Reynsla af rekstri tölvukerfa
- Þekking á umsýslu sýndarumhverfis (t.d. VMware)
- Þekking og reynsla á stjórnun eldveggja og öðrum vörnum netkerfa
- Þekking og reynsla af Microsoft lausnum, s.s. Exchange, Skype og SCCM kostur
- Þekking á Veeam eða sambærilegum afritunarlausnum kostur
- Þekking á uppsetningu og stillingu gagnagrunna kostur
- Frumkvæði, þjónustulund og skipulögð vinnubrögð
Sækja um starf
Umsjón með ráðningu hafa Bjarni Þór Gíslason upplýsingatæknistjóri (bjarnithor@fme.is) og Árni Ragnar Stefánsson mannauðsstjóri (arni@fme.is).
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins, www.fme.is eða á www.starfatorg.is.
Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember nk. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.