Kerfisstjóri

Innnes 16. Aug 2016 Fullt starf

Innnes ehf óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf kerfisstjóra á upplýsingatæknisviði.

Innnes er traust, leiðandi og framsækið fyrirtæki í innflutningi, sölu og þjónustu á matvörumarkaði. Mörg vörumerki fyrirtæksins eru landsmönnum að góðu kunn. Hjá Innnes starfar öflug liðsheild sem er lykillinn að farsælum árangri fyrirtækisins. Innnes leitast við að ráða og hafa í sínum röðum starfsfólk sem býr fyrir fagmennsku og gleði.

Starfssvið

  • Almenn kerfisumsjón
  • Uppsetningar og viðhald á vinnustöðvum og öðrum vélbúnaði
  • Uppsetningar og viðhald á símstöð og farsímum
  • Umsjón með upplýsingaöryggi og afritun gagna
  • Notendaþjónusta
  • Kemur að högun og skipulagi tæknikerfa

Hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð reynsla af Microsoft kerfisstjórnun
  • Nákvæm og öguð vinnubrögð
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Brennandi áhugi á upplýsingatækni

Reynsla af rekstri eftirfarandi kerfa mikill kostur

  • VM Ware
  • Microsoft Exchange
  • Cisco netbúnaður
  • SCCM og SCOM

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst nk. Sækja skal um og senda starfsferilskrá á: http://innnes.is/fyrirtaekid/mannaudur/atvinnuumsoknir/ Nánari upplýsingar veitir: Tinna Harðardóttir, Upplysíngatæknistjóri, sími 530 4000, th@innnes.is