Kerfisstjóri

Þjóðskrá Íslands 7. Oct 2014 Fullt starf

Þjóðskrá Íslands óskar eftir að ráða kláran og skemmtilegan kerfisstjóra sem passar inn í 11 manna hóp tölvuáhugamanna og kvenna sem fyrir eru. Ef þú vilt njóta þín í vinnunni og vinna með skemmtilegu samstarfsfólki þá sækir þú um.

Helstu verkefni eru:
• Almennur rekstur á tölvukerfum og netkerfum
• Uppsetning á tölvu-, net- og hugbúnaði
• Þjónusta og samskipti við notendur
• Þátttaka í tilfallandi verkefnum

Hæfniskröfur:
• Háskólapróf eða kerfisfræðimenntun æskileg, Microsoft vottanir kostur
• Starfsreynsla og góð þekking tölvurekstri
• Þekking á helstu stýrikerfum, tölvunetum og hugbúnaði
• Góð færni til að greina og finna lausnir
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og hæfni til að starfa sjálfstætt sem og í hóp
• Metnaður, skipulagshæfileikar og geta til að hafa yfirsýn og umsjón með verkefnum
• Kostur að vera hugmyndarík(ur), hress og skemmtileg(ur)


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir mannauðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands á netfanginu sjh@skra.is.

Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2014

Umsóknir óskast sendar á netfangið starfsumsoknir@skra.is.