Kerfisstjóri
Við auglýsum eftir Kerfisstjóra Skapalóns
Við leitum að öflugum liðsmanni til að sjá um rekstur á hýsingar-og tölvukerfi fyrirtækisins ásamt því að þróa þær lausnir sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða í nánu samstarfi við þróunarteymi og framkvæmdastjóra.
Gott er að búa að…
…grunnþekkingu á netkerfum, símkerfum, Active Directory, DNS og virtual þjónum
…nauðsynlegt að hafa reynslu af Windows Server, IIS, MSSQL, Linux, Apache
…brennandi áhuga á veflausnum
…ríkri þjónustulund
…vera tæknilega þenkjandi
…menntun sem nýtist í starfi
…reynslu í vef/hugbúnaðarþróun
Við bjóðum…
…gott starfsumhverfi
…hæfileikaríkt samstarfsfólk
…sjálfstæði
…hvetjandi starfsumhverfi
…frábæra viðskiptavini
…krefjandi verkefni
…tækifæri til að skara framúr
Vinsamlegast sendið umsóknir með upplýsingum um nám og starfsreynslu á sos@skapalon.is Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Skapalón Vefstofa er opið fyrirtæki sem leggur ríka áherslu á gerð framúrskarandi vefsíðna og veflausna. Með opnu fyrirtæki er vísað í að Skapalón einskorðar sig ekki við eigin lausnir, þekkingu eða áherslur. Útfrá þeirri stefnu vinnum við með fjölda annara fyrirtækja og lausna sem eiga það sameiginlegt að vera leiðandi á sínu sviði. Nánari upplýsingar á vefsíðu okkar www.skapalon.is