Kerfisstjóri

Skapalón – vefstofa 13. May 2013 Fullt starf

Við auglýsum eftir Kerfisstjóra Skapalóns

Við leitum að öflugum liðsmanni til að sjá um rekstur á hýsingar-og tölvukerfi fyrirtækisins ásamt því að þróa þær lausnir sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða í nánu samstarfi við þróunarteymi og framkvæmdastjóra.

Gott er að búa að…
…grunnþekkingu á netkerfum, símkerfum, Active Directory, DNS og virtual þjónum
…nauðsynlegt að hafa reynslu af Windows Server, IIS, MSSQL, Linux, Apache
…brennandi áhuga á veflausnum
…ríkri þjónustulund
…vera tæknilega þenkjandi
…menntun sem nýtist í starfi
…reynslu í vef/hugbúnaðarþróun

Við bjóðum…
…gott starfsumhverfi
…hæfileikaríkt samstarfsfólk
…sjálfstæði
…hvetjandi starfsumhverfi
…frábæra viðskiptavini
…krefjandi verkefni
…tækifæri til að skara framúr


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsóknir með upplýsingum um nám og starfsreynslu á sos@skapalon.is Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Skapalón Vefstofa er opið fyrirtæki sem leggur ríka áherslu á gerð framúrskarandi vefsíðna og veflausna. Með opnu fyrirtæki er vísað í að Skapalón einskorðar sig ekki við eigin lausnir, þekkingu eða áherslur. Útfrá þeirri stefnu vinnum við með fjölda annara fyrirtækja og lausna sem eiga það sameiginlegt að vera leiðandi á sínu sviði. Nánari upplýsingar á vefsíðu okkar www.skapalon.is