Kerfisfræðingur

Hafnarfjarðarbær 16. Apr 2018 Fullt starf

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða kerfisfræðing til starfa í tölvudeild bæjarins. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem sjálfstæði og skipulagshæfileikar fá að njóta sín. Starfið felur m.a. í sér notendaþjónustu við starfsfólk og uppsetningu á tölvu- og hugbúnaði.

Tölvudeild Hafnarfjarðarbæjar fer með stjórnun og stefnumótun í tölvumálum bæjarins og stofnana hans, ásamst samhæfingu og eftirliti. Tölvudeild sér um rekstur tölvukerfa og að meðhöndlun tölvugagna samræmist þörfum bæjarins og kröfu um öryggi.

Helstu verkefni eru:

  • Vinna við Windows og iOS stýrikerfi

  • Notendaþjónusta við starfsmenn innan netkerfis tölvudeildar

  • Uppsetning á tölvu- og hugbúnaði, bilanagreining viðhald og lagfæringar

  • Ýmis önnur fjölbreytt verkefni sem upp koma við rekstur deildarinnar

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg, t.d. tölvunarfræði

  • Vottuð færni í upplýsingatækni, s.s. Microsoftgráður

  • Reynsla af starfi við notendaþjónustu

  • Reynsla af rekstri netþjóna og gagnagrunna kostur

  • Þekking á iOS stýrikerfum og þekking á MDM kerfum og öðrum sérhæfðum búnaði æskileg

Umsækjendur þurfa að búa yfir þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum jafnframt sem þeir þurfa að geta unnið sjálfstætt.

Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Barði Jóhannsson deildarstjóri tölvudeildar sbj@hafnarfjordur.is Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl 2018.

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar: https://radningar.hafnarfjordur.is/rcf3/ViewJobOnWeb.aspx?jobid=STJ18005