Kerfisfræðingur
AP Media óskar eftir að ráða reynslumikinn kerfisfræðing í fullt starf.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af PHP / mySQL forritun ásamt góðri þekkingu á vefþjónustum, Javascript, JQuery, Node.js og HTML5.
Meginverkefni starfsins er að sjá um greiningu, hönnun og nýsmíði á sérlausnum ásamt viðhaldi á þeim lausnum ásamt þeim sem fyrirtækið hefur þróað síðustu ár.
Við erum að leita að einhverjum sem er mjög sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur mikinn metnað fyrir góðri forritun og notendareynslu, með næmt auga fyrir smáatriðum og sýnir frumkvæði og metnað til að ná árangri í starfi.
AP Media er lítið rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir stéttarfélög og ýmis önnur félagasamtök.
Nánari upplýsingar um starfið veita Hermann Finnbjörnsson eða Pétur Árnason í síma 517-7535.
Umsóknir með ferilskrá sendast á apmedia@apmedia.is og þurfa að berast fyrir 17. október 2014.