Kennari í vefsíðugerð

NTV 26. Apr 2012 Hlutastarf

NTV er öflugur einkaskóli sem stofnaður var árið 1996. NTV býður upp á fjölbreytt nám með aðaláherslu á lengra starfsnám og undibúning nemenda fyrir krefjandi störf á vinnumarkaðnum. Hjá NTV starfar hópur fólks með mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Vegna aukinna umsvifa þurfum við að bæta við kennara í vefsíðugerð.

Alvöru vefsíðugerð hefur verið mjög vinsælt hjá skólanum sl. 10 ár. En nú er komið að því að uppfæra námið þannig að meiri áhersla sé lögð á þær aðferðir sem mest eru notaðar á markaðnum í dag. Þessvegna óskum við eftir áhugasömum reynslubolta til að þróa með okkur nýtt námskeið. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á þeim verkfærum og forritunaraðferðum sem þarf til að geta búið til og viðhaldið alvöru vef.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Allar upplýsingar gefur Ingvar Hjá NTV - ingvar@ntv.is - 544 4500 Umsóknir sendist á ingvar@ntv.is sem fyrst og verður svarað fljótlega eftir að þær berast.