Kennari í MCTS og Netvork+
NTV er öflugur einkaskóli sem stofnaður var árið 1996. NTV býður upp á fjölbreytt nám með aðaláherslu á lengra starfsnám og undibúning nemenda fyrir krefjandi störf á vinnumarkaðnum. Hjá NTV starfar hópur fólks með mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Vegna aukinna umsvifa þurfum við að bæta við kennara í Tölvuviðgerðum.
Tækninám NTV hefur aldrei verið jafn vinsælt og í ár og þessvegna þurfum m.a. við að bæta við okkur kennara í MCTS. Viðkomandi þarf að hafa að lágmarki MCTS gráðuna (Helst MCITP eða aðra sambærilega gráðu) þar sem námið er undirbúningur fyrir þá vottun og reynsla úr faginu er skilyrði.
Allt námsefni liggur fyrir. Viðkomandi fær þá þjálfun sem þarf til að hann nái að tileinka sér þá aðferðafræði sem NTV gerir kröfu um við kennslu og miðlun þekkingar.
Allar nánari upplýsingar gefur Ingvar Jónsson - ingvar@ntv.is - 544 4500 Unsóknir sendist á ingvar@ntv.is sem fyrst og verður svarað fljótlega eftir að þær berast.