Junior Full Stack-forritari
Viltu leika lykilhlutverk í stafrænni uppbyggingu stærsta lífeyrissjóðs landsins? Hefur þú reynslu af þróun og samþættingu nútíma hugbúnaðarkerfa? Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins leitar nú að útsjónarsömum forriturum sem eru tilbúnir að taka með okkur næstu skref í stafrænni vegferð sjóðsins.
LSR hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í upplýsingatækni og framundan eru fjölbreytt og spennandi verkefni hjá samhentum og metnaðarfullum hópi sem leiðir stafræn uppbyggingarverkefni sjóðsins. Við þann hóp viljum við bæta „full stack“ forritara sem er tilbúinn til að læra og þróast í sínu fagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun, þróun og innleiðing hugbúnaðar.
- Samþætting lykilkerfa.
- Uppbygging á innra tækniumhverfi sjóðsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Forritunarkunnátta og mikill metnaður til að þroskast í starfi.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. B.Sc. gráða í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun.
- Færni í bakendaforritun, s.s. smíði vefþjónusta og gagnagrunna. Þekking á C#, .NET/.NET Core og SQL fyrirspurnarmáli æskileg.
- Þekking á framendavefforritun er kostur, s.s. Typescript / Javascript og frameworks því tengdu (t.d. Angular eða React).
- Þekking á þróun, smíði og viðhaldi kerfa í skýjaumhverfi er kostur.
- Þekking á skilgreiningarmálum er kostur, s.s. XML, JSON, HTML, CSS og SASS / LESS.
- Geta og vilji til að vinna vel í teymi. Þekking af Agile aðferðafræðum nauðsynleg.
- Þekking á kóðastýringu með Git og nútímaþróun (CI/CD þróunarferlar) er kostur.
LSR er stærsti lífeyrissjóður landsins. Hjá sjóðnum starfa um 55 manns með fjölbreyttan bakgrunn sem nýta þekkingu sína og hæfileika til að sinna áskorunum í síbreytilegu starfsumhverfi.
Hjá LSR njótum við þess að starfa í jákvæðu umhverfi með metnað og bjartsýni að leiðarljósi. Við búum að mikilli reynslu og þekkingu og vitum að það krefst ábyrgðar og framsýni að ávaxta eignir sjóðfélaga með traustum hætti til næstu áratuga. LSR starfar í samræmi við vottað jafnlaunakerfi og jafnréttisáætlun sjóðsins.
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 9. janúar 2023. Umsóknir óskast fylltar út á Alfreð, alfred.is.
Umsókn skal fylgja ferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni í starfið. Umsjón með starfinu hefur Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir hjá Attentus (ingunn@attentus.is).