Javascript vefforritari
Vefstúdíóið Form5 óskar eftir að ráða reyndan vefforritara í 1-2ja mánaða verkefnavinnu með möguleikum á frekara samstarfi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af Javascript og tækni á borð við Angular, Backbone, Grunt, Node.js, Git og geti strax komið inn í þriggja manna teymi sem fyrir er og samanstendur af tveimur forriturum og hönnuði.
Við leitum að einhverjum sem deilir ástríðu okkar fyrir því að smíða gagnvirkar vörur, er mjög sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur mikinn metnað fyrir góðri notendareynslu, vel útfærðu viðmóti, fumlausum bakenda, og með næmt auga fyrir smáatriðum (við dveljum yfir þeim).
Nánari upplýsingar gefur Ólafur Örn Nielsen í síma 865-4520 eða á olafur@form5.is.
Fullum trúnaði heitið. Við hlökkum til að heyra frá þér.
Hverjir eru Form5?
Form5 er metnaðarfullt vefstúdíó í hröðum vexti og eru verkefnin framundan fjölmörg og spennandi. Við þróum stafrænar vörur fyrir innlenda og erlenda aðila en hönnum og þróum einnig okkar eigin vörur.
Í hönnun gerum við allt responsive, í retina-upplausn, og höfum mikla ánægju af því að hanna leiðandi og lifandi upplifun sem sækir í hugmyndafræði jafnt innan sem og utan fagsins, t.d. 80/20 regluna, progressive disclosure, immersion eða flow-ástand, o.m.fl.
Skrifstofur okkar eru staðsettar í hjarta miðborgarinnar en fjarvinna er einnig í boði.
Af kóða og verkum sem við höfum unnið að undanförnu má m.a. benda á:
https://github.com/Form5/grunt-seed
http://form5.github.io/Spinnach/
http://nikitaclothing.com/
Form5 á vefnum:
http://www.form5.is/
https://twitter.com/Form5
https://www.facebook.com/HelloForm5
Nánari upplýsingar gefur Ólafur Örn Nielsen í síma 865-4520 eða á olafur@form5.is.