Java forritari
Handpoint er í örum vexti og spennandi tímar framundan. Við höfum þróað öfluga greiðslulausn fyrir snjalltæki sem er að koma á íslenskan og breskan markað innan skamms. Við þurfum því að bæta við teymið okkar og leitum að metnaðarfullum Java forritara.
Nokkrar staðreyndir um Handpoint, við
…erum nýsköpunarfyrirtæki sem var stofnað fyrir 13 árum
…hlutum Vaxtarsprotann 2011 fyrir mesta vöxt nýsköpunarfyrirtækis á Íslandi
…fengum The CHANNEL Awards 2012 fyrir snjallgreiðslulausnina okkar
…erum aðallega á Bretlandsmarkaði þar sem söluskrifstofan er staðsett
…erum með traustar tekjur
…erum 30 starfsmenn í 3 löndum
…hvetjum til hreyfingar
Vegna aukinna verkefna leitar Handpoint nú að reyndum Java forritara. Við leitum að skipulögðum, nákvæmum og lærdómsfúsum einstaklingi sem getur starfað sjálfstætt en jafnframt sem hluti af teymi.
Hæfniskröfur
* Kerfisfræði, tölvunarfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi.
* Þekking og reynsla í Java forritun eða öðrum hlutbundnum forritunarmálum.
* Löngun til að læra nýja hluti og bæta sig á hverjum degi!
* Nákvæmni í vinnubrögðum.
* Áhugi á agile vinnubrögðum og skipulagi.
Í boði er áhugavert og krefjandi starf.
Ef þú vilt kynnast okkur í Handpoint og ert til í langtímasamband sendu þá starfsumsókn (ferlilskrá) ásamt fylgiskjölum á egvilaskorun@handpoint.com