Java forritari

Vodafone 4. Apr 2011 Fullt starf

Vegna aukinna hugbúnaðarverkefni leitum við að liðsstyrki í öflugan hóp okkar. Vodafone útvistar hluta af sinni hugbúnaðarvinnu, en reiðir sig á öfluga starfsmenn til þess að hanna og útfæra hugbúnaðarlausnir. Starf Java forritara felur í hönnun og forritun grunnkerfa, m.a. línubókhald, virkjunarkerfi, samskipti við sérhæfðan fjarskiptabúnað og fleira í þeim dúr, en grunnkerfi eru skrifuð í Java og Oracle gagnagrunnar notaðir.

Leitað er eftir forritara með þekkingu á einhverjum af eftirfarandi kerfum Spring, JPA, Hibernate, jBPM og Maven. Í boði eru samkeppnishæf laun og spennandi verkefni í skemmtilegu starfsumhverfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
– Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt nám
– Reynsla af greiningu, hönnun, forritun og innleiðingu hugbúnaðar
– Þekking á Java umhverfum s.s. Spring, jBPM
– Þekking á Agile aðferðafræði
– Metnaður til að takast á við krefjandi verkefni
– Þjónustulund


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2011. Áhugasamir geta sótt um á vef Vodafone. Nanari upplýsingar veita Fannar Örn Þorbjörnsson deildarstjóri hugbúnaðarstýringar fannarth@vodafone.is og Sonja M. Scott, starfsmannastjóri, sonjas@vodafone.is