iOS forritari með reynslu af Objective C og/eða Android forritari
Við hjá Mindlantis erum að leita að iOS forritara með reynslu af Objective C og/eða Android forritara til þess að taka þátt í þróun og forritun á appi.
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í að búa til eitthvað nýtt og skemmtilegt sem við teljum að geti haft áhrif langt út fyrir landsteinana þá skaltu endilega hafa samband við okkur.
Mindlantis er sprotafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem tekur þátt í Startup Reykjavík núna í sumar. Það eru spennandi tímar í sögu fyrirtækisins sem stendur. Mindlantis var á dögunum valið í úrvalshóp Gulleggsins (undir nafninu Heyr heyr) og var stuttu síðar valið í tíu fyrirtækja hóp Startup Reykjavík.
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Áhugasamir sendi umsókn eða fyrirspurnir á sindri@heyrheyr.is eða hringi í síma 899 8844.