Integration Engineer

IMC Ísland ehf. 24. Oct 2011 Fullt starf

Integration Engineer:
Starfið felur í sér þróun og viðhald sérlausna sem hafa þann tilgang að samþætta mismunandi kerfi fyrirtækisins. Rekstrarumhverfi fjarskiptafyrirtækja krefst mikilla samþættinga milli kerfa, sem þurfa að ráða við fjölda viðskiptaferla, strangar öryggis- og hraðakröfur, og vegna rannsókna fyrirtækisins og hlutfallslegrar smæðar er sérlausna oft þörf. Krefjandi og spennandi starf fyrir rétta manneskju með áhuga og ástríðu fyrir skilvirkum kerfum sem leysa raunveruleg vandamál.

Um IMC Ísland:
Íslensk-amerískt fyrirtæki með reynslu af nýsköpun á sviði þráðlausra fjarskiptalausna leitar eftir öflugum sérfræðingum til að ganga til liðs við hópinn. Fyrirtækið, IMC Ísland ehf., býður uppá farsímaþjónustu í heildsölu fyrir nokkur þjónustufyrirtæki á Íslandi, og stefnir á að auka hlutdeild sína á íslenskum markaði umtalsvert á næstu 2 árum. Móðurfyrirtæki þess og aðaleigandi eru bandaríska fyrirtækið WorldCell sem býður uppá úrval af þjónustu sem byggja bæði á fjarskiptalausnum IMC Íslands, sem og samstarfsaðila á borð við AT&T og O2. Á Íslandi er fyrirtækið í góðu samstarfi við bæði Símann og Vodafone til að tryggja innlendum GSM notendum góð skilyrði og þjónustusvæði.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir og fyrirspurnir má senda á atvinna@imcisland.is. Einnig er hægt að hafa samband í síma 415-3500 og biðja um Óskar Halldórsson eða Stein Sigurðarson.