Hugbúnaðarþróun – greiðslukerfi
Hugbúnaðarteymi KORTA smíðar greiðslukerfi sem gerir korthöfum um allan heim kleift að eiga viðskipti við þúsundir fyrirtækja, innlend sem erlend, á degi hverjum. Mikil nýsmíði er á hugbúnaði og mörg krefjandi verkefni eru í gangi sem góðir forritarar kunna að meta. Við notum SCRUM aðferðarfræðina og leggjum áherslu á sífelldar endurbætur og vönduð vinnubrögð. Lögð er áhersla á að starfsmenn þróist áfram í starfi og staðni ekki. Hugbúnaðarteymið tekur þátt í að skoða og velja framtíðartækni fyrir vöruþróun fyrirtækisins.
Við leitum að forriturum inn í teymið okkar.
Sérhæfingin er
- Forritun og vöruþróun á greiðslukerfi
- Hæfni í hlutbundnu forritunarmáli
- Hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæði og sterkar skoðanir
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða raunvísinda er kostur en reynsla af forritun getur vegið þungt
- Reynsla og þekking á greiðslukerfum er kostur
Hæfniskröfur
KORTA er færsluhirðir sem starfað hefur á fyrirtækjamarkaði frá árinu 2002. Upplýsingatækni er hornsteinn starfseminnar. Starfsmenn eru 30 talsins og lögð er áhersla á gott og skemmtilegt starfsumhverfi.
Sækja um starf
Umsókn sendist á starf@korta.is
Umsókn fylgi starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem kemur fram hæfni og kunnátta í starfið.