Hugbúnaðarþróun
Borgun leitar metnaðarfullum forritara sem hefur þekkingu og brennandi áhuga á hönnun og þróun veflausna í .NET umhverfi.
Reynsla af öllum stigum hugbúnaðarþróunar er ótvíræður kostur. Hjá Borgun færðu tækifæri til að taka þátt í nýsköpunarverkefnum auk aðlögunar og uppfærslu eldri lausna. Sjálfstæð og öguð vinnubrögð eru nauðsynleg og reynsla af vinnu í Agile teymi er mikill kostur.
Hæfniskröfur:
- Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun.
- Góð þekking og reynsla af forritun í C#, ASP.NET, WPF, WCF, HTML5, CSS3, JavaScript, JSon/REST og MS SQL.
- Reynsla af notkun TFS og Git er kostur, þar með talið uppsetningu sjálfvirkra útgáfuferla.
- Góð þekking á IIS og SQL Server.
- Þekking og reynsla af Agile (Kanban / Scrum) aðferðafræði er æskileg.
- Færni í samskiptum, sjálfstæði, öguð vinnubrögð, metnaður, sköpunarkraftur og frumkvæði í starfi.
- Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
- Faglegur áhugi og metnaður til að skara framúr.
Helstu verkefni:
- Þróun og innleiðing veflausna.
- Samþætting við önnur kerfi Borgunar, bæði heimasmíðuð og aðkeypt kerfi.
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurjón Þráinsson, Þróunarstjóri, í síma 859-7969. Umsóknafrestur er til og með 24. september.