Hugbúnaðarteymið okkar stækkar!

Ljosleidarinn 11. Jun 2024 Fullt starf

Við leitum að sjálfstæðri og umbótasinnaðri manneskju í hugbúnaðarteymi Ljósleiðarans.

Við leggjum áherslu á að vera í góðu samtali við okkar viðskiptavini og að nýta hugbúnaðarlausnir á skapandi hátt til að auka þjónustuupplifun. Því er góð samskiptafærni lykilforsenda árangurs í þessu starfi ásamt reynslu af hugbúnaðarþróun. Ef þú brennur fyrir nýrri tækni og vilt smíða vörur sem hafa áhrif þar sem mikið liggur við þá erum við að leita að þér!

Hæfnisviðmið:

  • Þekking á forritunarmálum eins og Python og JavaScript
  • Þekking á skýjaþjónustum

Helstu viðfangsefni

Í starfinu felst m.a. þróun og viðhald á hugbúnaðarlausnum Ljósleiðarans, samstarf við önnur teymi til að tryggja framúrskarandi virkni og notendaupplifun, innleiðing á nýjustu tækni og aðferðum í forritun ásamt því að leysa tæknileg vandamál og útfæra nýjar hugmyndir.

Hjá okkur færðu tækifæri til að vinna í hópi sérfræðinga sem hefur það hlutverk að hanna og sjá um rekstur fjarskiptakerfa félagsins ásamt uppbyggingu og þróun á nýjum lausnum.

Hvers vegna Ljósleiðarinn?

Ljósleiðarinn byggir upp og rekur ljósleiðaranet fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Með þéttu neti ljósleiðaraþráða tryggir Ljósleiðarinn hraðan, öruggan og hnökralausan aðgang að tækifærum framtíðarinnar. Þannig gerum við allt mögulegt mögulegt. Hjá okkur færðu tækifæri til að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í ört vaxandi umhverfi ásamt því að vaxa og þróast innan fyrirtækisins.

Hvernig vinnustaður er Ljósleiðarinn? (kynningarmyndband)

Við bjóðum upp á fjölbreytt og stuðningsríkt vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á framsýni, hagsýni, heiðarleika og frumkvæði. Rannsóknir hafa sýnt að fjölbreytileiki leiðir til betri árangurs og við hvetjum öll sem uppfylla grundvallarskilyrði starfsins og hafa ástríðu til að vinna hjá Ljósleiðaranum til að sækja um, óháð því hvort þau haki í öll boxin.

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2024.

Nánari upplýsingar veitir Bragi Reynisson forstöðumaður Tæknireksturs, Bragi.Reynisson@ljosleidarinn.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Við leitum að sjálfstæðri og umbótasinnaðri manneskju í hugbúnaðarteymi Ljósleiðarans. Ef þú brennur fyrir nýrri tækni og vilt smíða vörur sem hafa áhrif þar sem mikið liggur við þá erum við að leita að þér!