Hugbúnaðarsérfræðingur með ástríðu fyrir gögnum
Grunnþjónusta Advania leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum forritara með áhuga á sjálfvirkni og gögnum.
Grunnþjónustan samanstendur af 11 sérfræðingum sem skiptast í tvö teymi. Annars vegar rekstur innviða og hins vegar sjálfvirknivæðingu reikninga og samþættingar (e. Autobilling & Integrations.)
Við leggjum áherslu á teymisvinnu, bjóðum upp á fjölbreytt verkefni og gott fjölskylduvænt starfsumhverfi.
Starfslýsing
Starfið felst í þróun og rekstri á hugbúnaði með það að markmiði að sjálfvirknivæða ferlið við myndun reikninga. Afla þarf gagna úr hinum ýmsum kerfum og lausnum Advania, vinna úr þeim og birta á miðlægum stað til uppflettinga og greininga á þjónustum og samningum viðskiptavina.
Ef þú hefur gaman af því að lesa úr API leiðbeiningum, bakhönnun (e. reverse engineering) á virkni kerfa og hreinsa til gagnastrúktúra. Þá ert þú á réttum stað!
Þekking og reynsla
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði eða sambærileg reynsla.
- Þekking á Go og PostgreSQL.
- Þekking á PHP er kostur en eldri kóði er ritaður í því máli.
- Reynsla í samþættingu er kostur.
- Jákvætt hugarfar og hæfni við að vinna í teymi.
- Metnaður til þess að skrifa vandaðan hugbúnað.
- Góð enskukunnátta og færni í að tjá sig í ræðu og riti.
Hjá Advania munt þú
- Starfa með skemmtilegum hóp af fólki með áralanga reynslu í IT
- Vinna að lausn vandamála
- Hafa tækifæri til að vaxa og auka þekkingu þína
- Starfa á vinnustað sem leggur mikið upp úr sveigjanleika hvað varðar fjarvinnu / staðvinnu.
- Vera í samskiptum við fjölbreyttan hóp viðskiptavina sem gera daginn litríkan og skemmtilegan
- Hafa aðgang að fjölbreyttu klúbba og félagsstarfi innan fyrirtækisins
- Hafa aðgang að kaffihúsi Advania, glæsilegu mötuneyti og líkamsræktarstöð
- Starfa hjá fyrirtæki sem er umhugað um kolefnisspor sitt, jafnrétti kynja og sjálfbærni
Við hvetjum öll kyn til að sækja um hjá okkur.
Vinnustaðurinn Advania
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi – bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.
Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.
Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.
Ráðið er í starfið þegar að réttur einstaklingur finnst og er því ekki um eiginlegan umsóknarfrest að ræða.
Ferli ráðninga
- Tekið á móti umsóknum
- Yfirferð umsókna
- Boðað í fyrstu viðtöl
- Boðað í seinni viðtöl
- Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
- Öflun umsagna / meðmæla
- Ákvörðun um ráðningu
- Öllum umsóknum svarað
Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Símon Elí Guðnason , deildarstjóri á sviði Hosting and Operations, simon@advania.is / s. 440 9000
Sækja um starf
Grunnþjónusta Advania leitar að metnaðarfullum og lausnamiðuðum forritara með áhuga á sjálfvirkni og gögnum.