Hugbúnaðarsérfræðingur í vefteymi
Við leitum að jákvæðum og hugmyndaríkum hugbúnaðarsérfræðingi í vefteymið okkar. Í boði er áhugavert starf sem felur í sér þátttöku í fjölbreyttum verkefnum á sviði hugbúnaðarþróunar og reksturs upplýsingakerfa.
Starfið felur í sér:
- hönnun, greiningu, þróun og viðhald á API og veflausnum
- samþættingu kerfa með hliðsjón af API
- nýtingu gagna í lausnum
- þátttöku í þverfaglegri verkefnavinnu á sviði stafrænnar þróunar
Við leitum að einstaklingi með:
- háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilega menntun
- að lágmarki 2ja ára reynslu af forritun, reynsla af arkitektúr og greiningarvinnu er kostur.
- reynslu af þróun í .Net og .NET Core, þekking og reynsla af Azure skýjalausnum er kostur
- framúrskarandi samskiptahæfileika og hæfni til að vinna í teymum
Nánari upplýsingar veita Ingibjörn Pétursson, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs, ingibjorn.petursson@sjova.is og Erla Björk Gísladóttir, mannauðssérfræðingur erla.gisladottir@sjova.is.
Umsóknarfrestur er til og með 8. maí nk.
Hjá upplýsingatæknideild Sjóvá starfar öflugur og samhentur hópur að fjölbreyttum upplýsingatækniverkefnum og hugbúnaðarþróun tengdri sölu trygginga, afgreiðslu tjóna o.fl. Það eru spennandi tímar í tryggingum þar sem upplýsingatækni gegnir lykilhlutverki og því mikil þróunarvinna framundan. Upplýsingatæknideild fylgir Agile aðferðafræðinni og beitir Scrum eða Kanban aðferðum við gerð hugbúnaðar.
Vinnustaðamenning okkar hjá Sjóvá er jákvæð og árangursdrifin og leggur starfsfólk sig fram um að veita viðskiptavinum afburðaþjónustu. Við erum efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni og kannanir sýna að starfsánægja hjá okkur er með því mesta sem gerist hérlendis.
Sækja um starf
Sótt er um starfið á umsóknarsíðu