Hugbúnaðarsérfræðingur í þróunarteymi

Pósturinn 31. Mar 2022 Fullt starf

Hjá Póstinum starfar lausnamiðað keppnisfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum hvað varðar öflugar dreifingarlausnir sem standast kröfur viðskiptavina. Hjá okkur er lögð áhersla á að móta sjálfbæra leiðtogamenningu þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki og vinnur að innleiðingu grænna skrefa.

Nú leitum við að hugbúnaðarsérfræðingi í þróunarteymið okkar. Við erum stödd í miðju breytingarferli við að nútímavæða kerfi fyrirtækisins þar sem áherslan er á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.

Hugbúnaðarsérfræðingur mun starfa í þróun á bakendakerfum og uppsetningu á þeim, þar sem öll nýþróun er í .net core keyrandi á kubernetes klösum í AWS, viðhaldi á Java kerfum ásamt því styðja við DevOps þróun. Inn í það spilast öll helstu verkefni hugbúnaðargerðar t.d. þarfagreining, skipulagning, skil og skjölun.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, til dæmis á sviði tölvunarfræði eða sambærilegt
  • Reynsla af .net forritun eða sambærilegu forritunarmáli er kostur
  • Reynsla við DevOps og AWS eða sambærilegum þjónustum er kostur
  • Þekking á Unix/Linux er kostur
  • Góð samskiptahæfni
  • Þjónustulipurð
  • Jákvætt viðhorf

Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 7. apríl 2022. Umsóknum skulu fylgja ferilskrá og kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Benedikt Þorgilsson, teymisstjóri hugbúnaðarþróunar, benediktth@postur.is.