Hugbúnaðarsérfræðingur í þróunarteymi

Annata 27. Jan 2021 Fullt starf

ANNATA LEITAR AÐ ÖFLUGU FÓLKI

FRAMUNDAN ERU MÖRG NÝ OG SPENNANDI VERKEFNI OG LEITUM VIÐ ÞVÍ AÐ DRÍFANDI EINSTAKLINGUM TIL STARFA Í ALÞJÓÐLEGU OG SKEMMTILEGU STARFSUMHVERFI.

Vegna aukins áhuga á lausnum Annata þá leitum við að nýjum liðsfélögum í „Customer Engagement“ teymi okkar. Sem þátttakandi í teyminu kemur þú að þróunarverkefnum og ert í samskiptum við viðskiptavini Annata. Lausnir okkar byggjast á Microsoft Dynamics 365, Microsoft Dataverse og Microsoft Power Platform tækni.

Helstu verkefni:

  • Þátttaka í þróunarteymum Annata og samvinna við viðskiptavini.
  • Greining og tæknileg hönnun lausna.
  • Útfærsla lausna í C#, JavaScript/TypeScript, Azure þjónustum og Microsoft Power Platform tækni.
  • Önnur verkefni eftir samkomulagi.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði.
  • Góð reynsla af þróun í C#, JavaScript/TypeScript (React er kostur), HTML og CSS.
  • Reynsla af þróun í Microsoft Dynamics CRM (Sales, Customer Service, Field Service) er kostur.
  • Reynsla af notkun Azure DevOps í meðhöndlun kóða og daglegs verklags (Scrum) er kostur.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og drifkraftur.
  • Opin og fagleg vinnubrögð.

Annata er leiðandi í þróun hugbúnaðar fyrir bílaiðnað og er eitt af örfáum fyrirtækjum sem Microsoft hefur valið í sinn innsta samstarfshring. Starfsmenn Annata eru yfir 250 talsins og starfa í yfir 15 löndum. Höfuðstöðvar Annata eru á Íslandi.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til 26. febrúar nk.

Frekari upplýsingar veitir Hjalti Nielsen (hjalti@annata.net), framkvæmdastjóri Annata, Íslandi.

Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál og er tekið á móti umsóknum á heimasíðu Annata.